Ferill 1016. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1481  —  1016. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um Íslandspóst ohf.

Frá Bryndísi Haraldsdóttur.


     1.      Hversu oft hefur hlutafé Íslandspósts ohf. verið aukið og um hversu háa fjárhæð hverju sinni á árunum 2014–2023?
     2.      Af hvaða ástæðum hefur hlutafé verið aukið í hvert skipti?
     3.      Uppfyllir stjórn Íslandspósts ohf. þau skilyrði sem koma fram í meginreglu nr. 9 í almennri eigendastefnu ríkisins?
     4.      Hefur eignarhald ríkisins á Íslandspósti ohf. stuðlað að samkeppni á póstmarkaði líkt og kveðið er á um í kafla 2.1.2 í almennri eigendastefnu ríkisins?
     5.      Stendur til að setja sérstaka eigendastefnu fyrir Íslandspóst ohf. í ljósi gagnrýni á framferði fyrirtækisins á samkeppnismarkaði?


Skriflegt svar óskast.